Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigríður nýr formaður GSG
Sigríður Erlingsdóttir tekur við formannsembættinu af Sigurjóni Gunnarssyni. Myndir/Helgi Hólm.
Þriðjudagur 29. janúar 2013 kl. 14:26

Sigríður nýr formaður GSG

Sigríður Erlingsdóttir er nýr formaður Golfklúbbs Sandgerðis. Aðalfundur GSG fór fram 23. janúar síðastliðinn og var afar góð mæting á fundinn. Alls mættu 60 manns á fundinn til að fara yfir störf síðasta árs og velja nýja stjórn fyrir næsta starfsár.

Sigurjón Gunnarsson hafði tilkynnt fyrir aðalfundinn að hann hygðist hætta sem formaður klúbbsins. Í kjölfarið buðu þrír einstaklingar sig fram til formanns. Auk Sigríðar buðu þeir Torfi Gunnarsson og Jónatan Már Sigurjónsson til formanns. Sigríðar hafði betur í kosningunni. Bæði Torfi og Jónatan tóku þó sæti í stjórninni og tóku við sætum þeirra Kristins Jónssonar og Skafta Þórissonar. Tveir varamenn voru kosnir, Atli Þór Karlsson og Skafti Þórisson sem tóku við sætum Sigríðar Erlingsdóttur og Sigurðar Kristjánssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ný gjaldskrá var samþykkt á fundinum en hún felur í sér 10% hækkun á klúbbgjaldinu. Einstaklingsárgjald er nú 55 þúsund krónur. Einnig var kynnt gjaldskrá á vallargjaldi klúbbsins sem er skipt upp eftir tímabilum. 3.500 kr.- kostar að leika völlinn frá 1. apríl til 30. september en 2.000 kr.- yfir vetramánuðina.

Kirkjubólsvöllur í Sandgerði var stækkaður í 18 holur fyrir tveimur árum og hefur verið mjög vinsæll meðal kylfinga, sérstaklega yfir vetratímann. Völlurinn er opinn inn á sumarflatir allan ársins hring og eru vetrarmót klúbbsins afar vel sótt.

Gjaldskrá Golfklúbbs Sandgerðis 2013:
Árgjöld 20-66 ára ................................................. 55.000
Árgjöld 67 ára og eldri ......................................... 30.000
Árgjöld 16-19 ára ................................................. 20.000
Árgjöld 15 ára og yngri ................................................. 0
Árgjöld hjóna ........................................................ 77.000
Árgjöld hjóna 67 ára og eldri................................ 50.000
Skápaleiga............................................................... 6.000
Áburðargjald, valfrjálst........................................... 2.500

Tímabilið 1.4.-30.9/1.10.-30.3.
Vallargjald .................................................... 3.500/2.000
Vallargjald fyrir hjón .................................... 4.500/3.000
Félagi í GSG býður vini ............................... 2.000/1.000
Fjaraðild, er í öðrum klúbbi, gildir allt árið .......... 30.000
Vetrargjald, gildir tímab. 1. okt.- 31. mars ........... 15.000


Góð mæting var á aðalfundinn hjá GSG í síðustu viku.