Sigríður kvödd með virktum
Lögreglan á Suðurnesjum hélt í dag kveðjuathöfn fyrir Sigríði Björk Guðjónsdóttur fráfarandi lögreglustjóra embættisins. Sigríður mun þann 1. september taka við embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu en hún hefur starfað hér á Suðurnesjum síðastliðin fimm ár. Prúðbúnir lögregluþjónar heiðruðu Sigríði fyrir framan lögreglustöðina við Hringbraut í Reykjanesbæ í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum af facebook-síðu lögreglunnar.