Sigraði í eldvarnargetraun LSS
Unnar Már Unnarsson í 3. hþ í Heiðarskóla fékk á dögunum verðlaun frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja. Hann vann í eldvarnargetraun LSS sem þriðjubekkingar um allt land tóku þátt í síðustu vikuna í nóvember 2002, en þá fór fram árlegt brunavarnarátak LSS.Verðlaunin sem Unnar Már fékk voru ekki af verri endanum, Lenco ferðageislaspilari, reykskynjari, geisladiskur með KK og Eldbandinu, viðurkenningarskjal LSS og blaðið Slökkviliðsmaðurinn.