Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Siggi Stormur á Kanann
Mánudagur 19. október 2009 kl. 14:47

Siggi Stormur á Kanann

Veðurfréttamaðurinn Siggi Stormur, Sigurður Þ. Ragnarsson, var ekki lengi að fá nýja vinnu eftir að hafa hætt skyndilega á Stöð 2. Siggi Stormur er kominn með vinnu á Kananum, útvarpsstöð Einars Bárðarsonar í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einar staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir nú áðan að Stormurinn hafi verið ráðinn til að vera með ítarlega veðurpakka tvisvar sinnum á dag í morgunþætti Gulla Helga - og oftar ef veður leyfir, sagði Einar og hló.

Siggi Stormur mun byrja á Kananum FM 91,9 strax í fyrramálið.