Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigdalurinn við Grindavík er enn virkur
Þessi mynd sem byggð er á breytingum milli 10. og 11. nóvember, sýna breytingu sem varð á yfirborði við myndun kvikugangsins. Bláir litir tákna landsig og á myndinni má greinilega sjá legu kvikugangsins og sigdalinn sem myndast hefur við suðurenda hans.
Þriðjudagur 14. nóvember 2023 kl. 11:50

Sigdalurinn við Grindavík er enn virkur

Aukin vöktun í nágrenni Grindavíkur. Óbreyttar líkur á eldgosi.

Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi aflögun á svæðinu í og við Grindavík. Þær eru í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Flæðið 12.-13. nóvember var metið 75 rúmmetrar á sekúndu og er dýpið niður á kvikuganginn um 800 metrar. Þessar tölur eru út frá líkanreikningum og eru háðar óvissu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Megin áhersla á vöktun skjálftavirkni og aflögunar er á svæði gangsins og Grindavíkur. Nýjar GPS stöðvar hafa verið settar upp í Grindavík og nágrenni. Þær sýna að sigdalurinn sem myndast hefur er ennþá virkur.

Líkur á eldgosi eru því enn miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn. Ekki er að sjá vísbendingar í gögnum um annað.

Frá miðnætti hafa mælst 700 skjálftar yfir kvikuganginum, sá stærsti M3,1 við Hagafell. Í gærkvöldi voru gikkskjálftar við Kleifarvatn, stærsti var M3,8 kl. 21:09. Langflestir skjálftar eru við kvikuganginn, flestir litlir og á 3-5 km dýpi.