Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sigdalurinn greindist á gervitunglamyndum
Þessi mynd sem byggð er á breytingum milli 10. og 11. nóvember, sýna breytingu sem varð á yfirborði við myndun kvikugangsins. Bláir litir tákna landsig og á myndinni má greinilega sjá legu kvikugangsins og sigdalinn sem myndast hefur við suðurenda hans.
Mánudagur 13. nóvember 2023 kl. 16:39

Sigdalurinn greindist á gervitunglamyndum

Út frá greiningu á gervitunglagögnum sem Veðurstofan vann 12. nóvember kemur í ljós að nokkurs konar sigdalur hefur myndast sem liggur í gegnum hluta Grindavíkurbæjar. Gögnin sýna að í tengslum við myndun kvikugangsins hefur land í vesturhluta byggðarinnar sigið um allt að einn metra, segir á vef Veðurstofunnar.

Gervitunglamynd (COSMO-SkyMed), svokallað bylgjuvíxlrit, sem nær yfir tímabilið 3.-11. nóvember. Myndin sýnir umfangsmikið aflögunarsvið sem tengist kvikuinnskotinu sem hófst síðdegis 10. nóvember hjá Svartsengi. Þetta bylgjuvíxlrit gerði vísindamönnum kleift að reikna líkan til að áætla umfang kvikugangsins. Niðurstaðan var að kvikugangurinn er um 15 km langur og að kvikan lægi á um 800 m dýpi þar sem hún væri grynnst. Út frá líkaninu var rúmmálsbreytingin í tengslum við myndun gangsins væri um 70 milljónir rúmmetra.

Verið er að vinna ný líkön byggð á nýrri ICEYE gervitunglamynd og einnig nýjum GPS mælingum sem ná yfir síðasta þróun virkninnar síðasta sólarhringinn. Þau líkön koma til með að gefa betri mynd af þróun kvikugangsins og magn kviku sem flæðir inn í ganginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024