Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Sif Aradóttir er Ungfrú Suðurnes 2006
Sunnudagur 12. mars 2006 kl. 01:32

Sif Aradóttir er Ungfrú Suðurnes 2006

Sif Aradóttir, 21 árs stúlka frá Reykjanesbæ, var í kvöld kjörin Ungfrú Suðurnes 2006 á Fegurðarsamkeppni Suðurnesja. Hún var hlutrskörpust í föngulegum hópi 10 stúlkna og var það Petrúnella Skúladóttir, sigurvegarinn frá því á síðasta ári, sem krýndi Sif.

Í öðru sæti keppninnar var Gréta Guðbrandsdóttir, en í þriðja var Bergþóra Hallbjörnsdóttir. Stúlkurnar þrjár munu allar keppa um nafnbótina Ungfrú Ísland í Fegurðarsamkeppni Íslands sem fer fram á næstunni. Auk þeirra fengu þær Dísa Edwards og Margrét Rósa Haraldsdóttir viðurkenningar á keppninni.

Þetta var í 20. sinn sem Ungfrú Suðurnes er krýnd og var kvöldið afar glæsilegt. Kynnar kvöldsins voru  þau Sverrir þór Sverrisson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og fóru þau á kostum eins og þeim einum er lagið. Meðal skemmtiatriða má nefna hinn síunga sjarmör, Herbert Guðmundsson, sem tók nokkur lög fyrir gesti rétt eins og hann gerði árið 1986 á fyrstu fegurðarsamkeppni Suðurnesja.

Nánari umfjöllun um keppnina og fleiri myndir koma síðar hér á vf.is...

VF-myndir/Tobbi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25