Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síðustu sýningar á Vodkakúrnum
Fimmtudagur 16. september 2004 kl. 17:20

Síðustu sýningar á Vodkakúrnum

Nú um helgina eru síðustu sýningar á Suðurnesjum á Vodkakúrnum með þeim Helgu Brögu Jónsdóttur og Steini Ármanni Magnússyni í aðalhlutverkum. Sýningin hefur hlotið mikið lof þeirra sem séð hafa og því síðustu forvöð að skella sér í leikhús og hlæja svolítið.

Næstu sýningar eru föstudaginn 17. september og eru örfáir miðar eftir á þá sýningu. Laugardaginn 18. sept og sunnudaginn 19. september. Miðasalan er opin frá klukkan 16.00 frá og með deginum í dag, fimmtudag 16. september og til kl: 20.00 sýningardagana.

Miðasalan fer fram í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17. Miðasölusíminn er: 421-2540.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024