Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Siðferðileg álitamál við upphaf lífs og dauða
Þriðjudagur 27. september 2005 kl. 10:27

Siðferðileg álitamál við upphaf lífs og dauða

Ef áhugi reynist nægur hef ég hugsað mér að bjóða upp á kennslu um Siðferðileg álitamál við upphaf lífs og dauða. Ég hef verið að kenna siðfræði við H.Í. meira og minna frá 1981 og einnig í F.S. Síðasta kennsluáætlun á netinu undir keflavikurkirkja.is/fréttir, sem þið getið skoðað nánar.

Hugmyndin er að bjóða upp á 9 skipti á þriðjudögum frá 4. okt. til 29. nóv. kl. 20: 30-22:00 í Kirkjulundi. Kennsluaðferð verður siðfræði samræðunnar. Þið mættuð nánast velja hvað þið viljið að ég taki fyrir. Ég hef einnig hugsað mér að koma inn á tilvistarspurningar um tilgang lífsins og fleira í þeim dúr.

Námsskeiðið ætti að gagnast öllum t.d. starfsfólki í heilbrigðisþjónustu, nemum í F.S. (sem hugsanlega fenju það metið t.d. þeir sem eru í sjúkraliðanámi). Ég vona að fólk taki við sér, en ég treysti mér ekki til að kenna nánmskeiðið fyrir færri en 15-20 manns. Sjáum til hvaða áhugi reynist vera til staðar á Suðurnesjum.

Skráning fer fram á netinu [email protected]

Ólafur Oddur Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024