Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síðdegisrigning í dag
Þriðjudagur 28. ágúst 2007 kl. 09:20

Síðdegisrigning í dag

Faxaflói
Hægviðri og bjartviðri, en þykknar upp smám saman í dag. Sunnan og suðvestan 5-8 m/s með rigningu eða súld síðdegis, en vestlægari 8-10 í nótt og á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð: 28.08.2007 06:41. Gildir til: 29.08.2007 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag og föstudag:
Sunnan og suðvestanátt, 8-13 m/s og rigning um mest allt land, einkum þó suðvestanlands. Hiti 10 til 15 stig.

Á laugardag:
Snýst í ákveðna norðaustanátt með rigningu, en styttir upp sunnanlands. Kólnandi veður.

Á sunnudag:
Lægir og styttir víða upp. Fremur svalt veður.

Á mánudag og þriðjudag:
Suðvestlægar áttir og vætusamt, en víða bjart austan til. Hlýnandi veður.
Spá gerð: 28.08.2007 08:47. Gildir til: 04.09.2007 12:00.

www.vedur.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024