Síðasti skiladagur viðhorfskönnunar
Í dag er síðasti skiladagur viðhorfskönnunar Reykjanesbæjar og Lögreglunnar í Keflavík.
Könnunin var send til allra íbúa í Reykjanesbæ og er markmið hennar að kanna viðhorf til þjónustu í Reykjanesbæ og hjá Lögreglunni í Keflavík.
Einnig er hægt að svara könnuninni rafrænt á vef Reykjanesbæjar með því að nota lykilorð sem sent var með könnuninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta notað sér aðgang á Bókasafni Reykjanesbæjar.
Þeir íbúar sem enn hafa ekki svarað könnuninni eru hvattir til þess að gera það í dag 6. maí.
Að auki geta íbúar sem hafa áhuga á að taka þátt í fleiri rafrænum könnunum skráð sig sem álitsgjafa í Netsveit Reykjanesbæjar. Til þess að gerast álitsgjafi er hægt að smella á borðann á forsíðu og fylla út skráningarform.
Tekið af vef Reykjanesbæjar.
VF-mynd úr safni.