Síðasti íbúafundurinn í bili
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, heldur í kvöld sinn síðasta íbúafund í bili þegar hann talar fyrir íbúa norðan Aðalgötu.
Fundurinn fer fram í Heiðarskóla og hefst kl. 20.
Á fundum þessum hefur m.a. verið fjallað um helstu verkefni í bænum á sviði umhverfismála, gatnaframkvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar, íþrótta og tómstunda.
Þá er farið yfir framkvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara.
Rétt er að benda á að hægt er að hlusta á fundina í beinni útsendingu á vefsíðu bæjarins. Þar er einnig hægt að nálgast samantektir frá fundum sem þegar hafa verið haldnir, bæði á kynningum bæjarstjóra sem og á fyrirspurnum fundarmanna og svörum við þeim.
Að lokum má geta þess að fyrirhuguðum fundum með framhalds- og grunnskólanemum var frestað til hausts að ósk nemenda.*
www.rnb.is