Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síðasti hreppsnefndarfundurinn í Garði
Fimmtudagur 5. febrúar 2004 kl. 15:19

Síðasti hreppsnefndarfundurinn í Garði

Síðasti hreppsnefndarfundurinn í Garði var haldin í Samkomuhúsinu í Gerðum síðdegis í gær. Þar mættu því í síðasta skipti hreppsnefndarmenn, oddviti og sveitarstjóri. Þegar fólkið fór heim að loknum fundi var það orðið að bæjarfulltrúum, forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra.

Á hreppsnefndarfundinum í gær var gerð staðfesting á breyttu stjórnsýsluheiti Gerðahrepps, sem verður:  Sveitarfélagið Garður.

Við breytingu á stjórnsýsluheiti fyrir sveitarfélagið úr Gerðahreppur í Sveitarfélagið Garður og nýja samþykkt um stjórn og fundarsköp breytist eftirfarandi:

Hreppsnefnd verður Bæjarstjórn.

Hreppsnefndarmaður verður bæjarfulltrúi.

Oddviti verður forseti bæjarstjórnar.

Starfsheiti sveitarstjóra breytist í bæjarstjóra.

Kosning sem fram fór í upphafi kjörtímabils í nefndir, ráð og stjórnir gildir áfram nema kjósa þarf í bæjarráð og jafnréttisnefnd.

 

Bæjarráð

Aðalmenn: Ingimundur Þ.Guðnason, Einar Jón Pálsson og Arnar Sigurjónsson

Varamenn: Guðrún S.Alfreðsdóttir, Gísli Heiðarsson og Agnes Ásta Woodhead.

 

Jafnréttisnefnd

Aðalmenn: Einar Jón Pálsson, Guðrún S.Alfreðsdóttir og Agnes Ásta Woodhead.

Varamenn: Gísli Heiðarsson, Ingimundur Þ.Guðnason og Hrönn Edvinsdóttir.

 

 Tilllaga frá H-listanum var borin upp á hreppsnefndarfundinum í gær: Hún er svohljóðandi:

„H-listinn óskar eftir að fá áheyrnarfulltrúa í bæjarráð.“

 

Tillagan felld með fjórum atkvæðum, tveir sitja hjá og einn greiðir tillöguninni atkvæði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024