Síðasta sýningarhelgi Húberts Nóa á Listasafni Reykjaensbæjar
Nú fer sýningu Húberts Nóa á Listasafni Reykjansbæjar að ljúka. Sýningin ber heitið 12 m.y.s (Altitude) og samanstendur af tveimur myndröðum og videoverki. Húbert Nói vinnur verk sín út frá GPS punktum og er önnur myndröðin 5 mælipunktar frá umhverfi Hjaltlandseyja og hin 5 mælipunktar við Búrfell. Videoverkið er af blásandi háhitaborholu sem líta má á, sem myndbirtingu skapandi athafnar.
Safnið er opið alla daga frá kl. 13.00-17.30 og er staðsett í Duushúsum, Duusgötu 2-10 í Reykjanesbæ. Sýningin hefur verið vel sótt og fengið mjög dóma en henni lýkur 4. desember n.k., fer því hver að verða síðastur að ná henni.
Safnið er opið alla daga frá kl. 13.00-17.30 og er staðsett í Duushúsum, Duusgötu 2-10 í Reykjanesbæ. Sýningin hefur verið vel sótt og fengið mjög dóma en henni lýkur 4. desember n.k., fer því hver að verða síðastur að ná henni.