Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síðasta sýningarhelgi Húberts Nóa á Listasafni Reykjaensbæjar
Mánudagur 28. nóvember 2005 kl. 13:04

Síðasta sýningarhelgi Húberts Nóa á Listasafni Reykjaensbæjar

Nú fer sýningu Húberts Nóa á Listasafni Reykjansbæjar að ljúka. Sýningin ber heitið 12 m.y.s (Altitude) og samanstendur af tveimur myndröðum og videoverki. Húbert Nói vinnur verk sín út frá GPS punktum og er önnur myndröðin 5 mælipunktar frá umhverfi Hjaltlandseyja og hin 5 mælipunktar við Búrfell. Videoverkið er af blásandi háhitaborholu sem líta má á, sem myndbirtingu skapandi athafnar.

Safnið er opið alla daga frá kl. 13.00-17.30 og er staðsett í Duushúsum, Duusgötu 2-10 í Reykjanesbæ. Sýningin hefur verið vel sótt og fengið mjög dóma en henni lýkur 4. desember n.k., fer því hver að verða síðastur að ná henni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024