Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síðasta sýningarhelgi á TEIKN um páskana
Þriðjudagur 16. apríl 2019 kl. 10:01

Síðasta sýningarhelgi á TEIKN um páskana

Á annan í páskum lýkur sýningu Guðjóns Ketilssonar í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Sýningin hefur hlotið einstakar viðtökur og því eru allir sem enn hafa ekki haft tækifæri til að líta hana augum hvattir til þess.
 
Sýningin, sem nefnist „Teikn“, er samsett úr verkum sem öll fjalla með einum eða öðrum hætti um tákn, táknmerkingu og „lestur“ í víðasta skilningi.
Guðjón er með allra markverðustu myndlistarmönnum þjóðarinnar og hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í samsýningum um allan heim. Hann hefur hlotið margar opinberar viðurkenningar og gert verk sem finna má á opnum svæðum á ýmsum stöðum.
 
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, en auk hans ritar skáldið Sjón hugleiðingu um „fundið myndletur“ Guðjóns í sýningarskrá, þar sem hann grennslast fyrir um hugsanlegan boðskap þess. 
 
Einnig lýkur sýningu á listrænum ljósmyndum úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar sem eru til sýnis í Bíósal Duus Safnahúsa.
 
Safnið er opið alla daga frá 12.00-17.00.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024