Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síðasta sinn sem Reykjanesbær stendur fyrir pólskri menningarhátíð
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 4. desember 2022 kl. 07:17

Síðasta sinn sem Reykjanesbær stendur fyrir pólskri menningarhátíð

Pólsk menningarhátíð Reykjanesbæjar var haldin með góðum árangri í fimmta sinn dagana 10. til 13. nóvember. Helsta markmið hátíðarinnar er að hvetja íbúa af pólskum uppruna til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu en einn af hverjum sex íbúum Reykjanesbæjar hefur pólskt ríkisfang.

Annað markmið með pólsku menningarhátíðinni er að lyfta upp menningu þessa stóra hóps og sýna hversu fjölbreyttur hann í raun er. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta var í síðasta sinn sem Reykjanesbær stendur fyrir hátíðinni með þessum hætti og afhendir nú keflið til íbúa. Reykjanesbær vonast eftir áframhaldandi ríkri þátttöku íbúa í hátíðarhaldi sveitarfélagsins, óháð aldri, uppruna, kyni eða öðru. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar þakkar þeim stóra hópi sem kom að skipulagi, undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar.