Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síbrotamaður handsamaður á flótta
Föstudagur 7. janúar 2005 kl. 12:50

Síbrotamaður handsamaður á flótta

Lögreglan í Keflavík hafði í nótt hendur í hári síbrotamanns sem hafði verið leitað í hálfan mánuð. Hafði viðkomandi ekki sinnt boðum um að mæta í skýrslutöku.

Lögreglumenn höfðu orðið mannsins varir í félagslegri íbúð í Keflavík þar sem fíkniefnaneytendur hafa vanið komur sínar að undanförnu. Reyndi hann að komast undan lögreglu með því að stökkva fram af svölum íbúðarinnar og hljóp síðan út í myrkrið. Lögreglumenn fundu hann þó skömmu síðar þar sem hann reyndi að fela sig í leiktækjum á nærliggjandi leikskóla. Maðurinn var færður í fangaklefa.

Þá fékk lögregla tilkynningu um að maður svæfi áfengissvefni fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík. Lögreglumenn fóru á staðinn og komu manninum til síns heima.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024