SGOR-fyrirlestur í 88-húsinu
Svava Björnsdóttir mun halda fyrirlestur á vegum SGOR, Samtaka gegn ofbeldi í Reykjanesbæ, í 88 húsinu á mánudag.
Svava er verkefnisstjóri Blátt áfram, forvavarnarverkefnis vegna kynferðislegar misnotkunar á börnum, og mun hún fjalla um eflingu forvarna til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi áður en það á sér stað.
Blátt áfram vill vekja athygli á málaflokknum til þess að breyta samfélagsvitund Íslendinga svo hægt sé að leggja fram leiðir til að bæta úr.
Þar að auki vilja aðstandendur verkefnisins Blátt áfram efla samstöðu þeirra sem vinna að þessum málum og hvetja aðra sem þurfa að sinna þessum málum, og um leið auðvelda þeim vinnunna með því að sýna þeim hugsanlegar leiðir.
Fyrirlesturinn, sem hefst kl. 20 verður án efa mjög forvitnilegur og eru allir hvattir til að láta sjá sig.
Heimasíða Blátt áfram er www.blattafram.is
Svava er verkefnisstjóri Blátt áfram, forvavarnarverkefnis vegna kynferðislegar misnotkunar á börnum, og mun hún fjalla um eflingu forvarna til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi áður en það á sér stað.
Blátt áfram vill vekja athygli á málaflokknum til þess að breyta samfélagsvitund Íslendinga svo hægt sé að leggja fram leiðir til að bæta úr.
Þar að auki vilja aðstandendur verkefnisins Blátt áfram efla samstöðu þeirra sem vinna að þessum málum og hvetja aðra sem þurfa að sinna þessum málum, og um leið auðvelda þeim vinnunna með því að sýna þeim hugsanlegar leiðir.
Fyrirlesturinn, sem hefst kl. 20 verður án efa mjög forvitnilegur og eru allir hvattir til að láta sjá sig.
Heimasíða Blátt áfram er www.blattafram.is