Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sf: Ríkisvaldið hvatt til að endurskoða breytingar í löggæslumálum
Föstudagur 4. apríl 2008 kl. 14:49

Sf: Ríkisvaldið hvatt til að endurskoða breytingar í löggæslumálum

Á aðalfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, sem haldinn var á Víkinni í gærkvöldi, voru m.a. löggæslu-, tollgæslu- og öryggismál á svæðinu til umræðu. Fundarmenn lýstu efasemdum sínum um að áætlaðar breytingar á samstarfi tollgæslu og löggæslu myndu verða landi og þjóð til bóta. Með breytingunum væri hætta á að mjög vel heppnað samstarf lögreglu, tollvarða og öryggisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli raskist og árangurinn sem náðst hefur eyðileggist.

Ályktun þess efnis var samþykkt:

„Samfylkingin í Reykjanesbæ harmar stöðuna í löggæslumálum á Suðurnesjum og lýsir áhyggjum yfir því ósamkomulagi sem nú ríkir. Ríkisvaldið er hvatt til að endurskoða þær breytingar sem uppi eru tafarlaust, auka fjármagn til löggæslu á Suðurnesjum og efna til sátta um þennan mikilvæga málaflokk.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjanesbæ segir að fundarmenn hafi gert góðan róm að máli Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, sem var gestur fundarins og fór yfir stjórnmálaástandið í dag, og lýstu gestir yfir ánægju með ríkisstjórnina og verk ráðherra Samfylkingarinnar á erfiðum tímum.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

„Samfylkingin í Reykjanesbæ fagnar væntanlegri niðurfellingu stimpilgjalda og lýsir jafnframt ánægju með hækkun til bótaþega, afnámi tekjutengingar maka og hækkun frítekjumarks. Mikilvægt er að haldið verið áfram á þeirri braut að bæta afkomu þeirra sem verst eru staddir.“