Glaðbeittar sexur mættar í Eystri Hornvík. VF-myndir: Páll Ketilsson
Fréttir | 13. júlí 2012 17:12

Sexurnar hafa lokið Íslandsgöngunni - video

Sexurnar horn í horn, hafa lokið göngu sinni þvert yfir landið. Þær hófu för sína í Hornvík á Vestfjörðum þann 13. júní sl. og voru rétt í þessu að koma til Eystri Hornvíkur rétt við Höfn í Hornafirði. Þar tók ljósmyndari Víkurfrétta á móti þeim og tók meðfylgjandi myndir.
 
Nánar verður fjallað um þetta ævintýri í Víkurfréttum í næstu viku en ein af sexunum er Kristín Jóna Hilmarsdóttir úr Reykjanesbæ.
Sjá umfjöllun við upphaf fararinnar.

Sexurnar á lokametrunum í fjörunni við Eystri Hornvík, skammt frá Höfn.

Til baka

Nýjustu fréttir