Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 27. ágúst 1999 kl. 20:47

SEXTÍU HAUSTNÁMSKEIÐ HJÁ MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR

Tæplega sextíu námskeið verða í boði hjá Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum í haust. Að sögn Skúla Thoroddsen, forstöðumanns MSS er kappkostað að bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval námskeiða en nýr bæklingur kom frá stofnuninni nú í vikunni. Meðal nýjunga í haustnámskeiðaflóru MSS eru námskeið fyrir atvinnulífið. Má nefna sem dæmi námskeiðið „Frá hugmynd til heimsmets, - nýsköpun í fyrirtækjum og stofnunun“, í umsjón Páls Kr. Pálssonar, hagverkfræðings og Ágústs Péturssonar, markaðsfræðings. Páll er þekktur úr atvinnulífinu og hefur m.a. verið framkvæmdastjóri Iðntæknistofnunar, Vífilfells hf. og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Að auki er mörg fróðleg námskeið fyrir fólk úr öllum stéttum, s.s. tölvunámskeið ýmis konar, internet, tungumálanámskeið, hundanámskeið, myndbandsnámskeið og svo má nefna sérstök hæfnis-námskeið eins og Framkomu í ræðustól og flutning máls og námskeiðið „Að láta draumana rætast-hvað vilt þú fá út úr lífinu“. Þá eru í boði einstök starfstengd námskeiðs eins og t.d. HACCP eftirlit sem er eftirlitskerfi í matvælavinnslu og námskeiði sem heita „Samskipti á kvennavinnustað“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024