Sextán hrefnur samtímis upp á yfirborðið utan við Keflavík
Miklar hvalavöður voru utan við Keflavík í kvöld. Fjölmargir fylgdust með hvölunum þar sem þeir voru skammt frá ströndinni. Oddgeir Karlsson, ljósmyndari í Reykjanesbæ, var einn þeirra sem fylgdist með hvalavöðunni. Hann sagðist í samtali við Víkurfréttir hafa talið sextán hrefnur koma upp á yfirborðið samtímis. Hann sagði þetta ótrúlega upplifun. Með því að horfa yfir hafflötinn hafi mátt sjá hvali um allan sjó.
Helga Ingimundardóttir hjá hvalaskoðunarbátnum Moby Dick komst einnig í feitt í dag með þá hópa sem hún fór með í hvalaskoðunarferðir. Langreyður sást um 100 metra frá landi á Keflavíkinni og fljótlega eftir að Moby Dick hélt úr höfn sást fjöldi hrefna. Í Garðsjónum sáu þau svo hnúfubak og fylgdu honum eftir lengi. Þar voru einnig hrefnur allt um kring. Meðfylgjandi ljósmynd tók Hilmar Bragi ljósmyndari Víkurfrétta í Leirunni í dag og þar má sjá hval sýna sporðinn og hvalaskoðunarbátinn í baksýn. Þetta var aðeins nokkra tugi metra frá landi.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Helga Ingimundardóttir hjá hvalaskoðunarbátnum Moby Dick komst einnig í feitt í dag með þá hópa sem hún fór með í hvalaskoðunarferðir. Langreyður sást um 100 metra frá landi á Keflavíkinni og fljótlega eftir að Moby Dick hélt úr höfn sást fjöldi hrefna. Í Garðsjónum sáu þau svo hnúfubak og fylgdu honum eftir lengi. Þar voru einnig hrefnur allt um kring. Meðfylgjandi ljósmynd tók Hilmar Bragi ljósmyndari Víkurfrétta í Leirunni í dag og þar má sjá hval sýna sporðinn og hvalaskoðunarbátinn í baksýn. Þetta var aðeins nokkra tugi metra frá landi.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson