Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sextán ára á rúntinum
Sunnudagur 16. mars 2008 kl. 09:27

Sextán ára á rúntinum

Einn ökumaður var stöðvaður í nótt af Suðurnesjalögreglu, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaður var stöðvaður á Grindavíkurvegi en hann hafði mælst á 132 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Sextán ára piltur var stöðvaður við akstur bifreiðar í miðbæ Reykjanesbæjar í nótt. Haft var samband við foreldra drengsins vegna ungs aldurs hans. Nokkur ölvun var í miðbæ Reykjanesbæjar og þurfti einn aðili að gista fangageymslu sökum ölvunar og óspekta.

Í gærmorgun var svo enn einn ökumaðurinn stöðvaður vegna meintrar ölvunar við akstur. Við athugun kom í ljós að hann hafði ekki ökuréttindi þar sem hann hafði verið sviptur þeim vegna ölvunaraksturs.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024