Sex vilja stýra Akurskóla í Reykjanesbæ
Sex aðilar sóttu um stöðu skólastjóra Akurskóla í Tjarnahverfi en umsóknarfrestur rann út 1. mars sl.
Þeir sem sóttu um eru: Bryndís Björg Guðmundsdóttir,Reykjanesbæ. Daði Viktor Ingimundarson, Selfossi. Guðbjörg Málfríður Sveinsdóttir, Reykjanesbæ. Helgi Arnarson, Blönduósi. Jónína Ágústsdóttir, Kópavogi og Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, Reykjanesbæ
Unnið verður hæfnismat á umsækjendum í samvinnu við Kennaraháskólann og það lagt fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar sem mun taka endanlega ákvörðun um umsækjendur. Akurskóli tekur til starfa næsta haust.
Mynd: Oddgeir Karlsson