Sex útköll vegna vélhólaslysa á einum mánuði á Suðurnesjum

Fyrsta óhappið varð með þeim hætti að vélhjólamaður féll í götuna á Njarðarbraut rétt við Bykó/Ramma húsið. Ökumaður var fluttur á HSS og þaðan á Sjúkrahús Reykjavíkur.
Þá missti vélhjólamaður stjórn á hjólinu í hringtorginu við Faxabraut. Hann var einnig fluttur fyrst á HSS og þaðan á sjúkrahús til Reykjavíkur.
Nokkrum dögum síðar gerðist það sama á Mótorcrossbrautinni við Seltjörn, ökumaður þess hjóls var illa brotinn á legg við ökklann og var fluttur beint á sjúkrahús í Reykjavík.
Skömmu síðar var tilkynnt um vélhjólaslys á Fitjum n.t.t. utan vegar í grasbalanum við göngustíganna. Þegar að var komið hafði ökumaður yfirgefið hjólið og horfið af vettvangi og þurfti því sennilega ekki þjónustu og/eða aðhlynningu sjúkraflutningamanna BS.
Annan júní s.l. missti ökumaður vald á hjóli sínu á DUUS torgi, sá var fluttur á HSS þar sem gert var að sárum hans.
Síðasta óhapp þessarar hrinu var það alvarlegasta í þessari hrinu, en ökumaður vélhjólsins var á leið norður Garðsbraut þegar hann lenti á bifreið sem var ekið í sömu átt og síðar veg fyrir hann. Ökumaður vélhólsins var síðar úrskurðaður látinn þegar komið var á sjúkrahús Reykjavíkur.
Frá þessu er greint á vef Brunavarna Suðurnesja.