Sex útköll vegna vélhólaslysa á einum mánuði á Suðurnesjum
Brunavarnir Suðurnesin hafa sannarlega sinn hlut af þeim 30 vélhólaslysum sem urðu síðasta mánuðinn. Frá 9. maí til 4. júní var slökkvilið BS kallað út sex sinnum vegna vélhólaslysa. Eins og fram hefur komið í fréttum þá voru slysin misalvarleg og aðeins í einu tilfelli var aðgerðar BS ekki þörf. Öll óhöppin áttu það sameiginlega að gerast að kvöld-og næturlagi og 4 þeirra átt sér stað um helgar.
Fyrsta óhappið varð með þeim hætti að vélhjólamaður féll í götuna á Njarðarbraut rétt við Bykó/Ramma húsið. Ökumaður var fluttur á HSS og þaðan á Sjúkrahús Reykjavíkur.
Þá missti vélhjólamaður stjórn á hjólinu í hringtorginu við Faxabraut. Hann var einnig fluttur fyrst á HSS og þaðan á sjúkrahús til Reykjavíkur.
Nokkrum dögum síðar gerðist það sama á Mótorcrossbrautinni við Seltjörn, ökumaður þess hjóls var illa brotinn á legg við ökklann og var fluttur beint á sjúkrahús í Reykjavík.
Skömmu síðar var tilkynnt um vélhjólaslys á Fitjum n.t.t. utan vegar í grasbalanum við göngustíganna. Þegar að var komið hafði ökumaður yfirgefið hjólið og horfið af vettvangi og þurfti því sennilega ekki þjónustu og/eða aðhlynningu sjúkraflutningamanna BS.
Annan júní s.l. missti ökumaður vald á hjóli sínu á DUUS torgi, sá var fluttur á HSS þar sem gert var að sárum hans.
Síðasta óhapp þessarar hrinu var það alvarlegasta í þessari hrinu, en ökumaður vélhjólsins var á leið norður Garðsbraut þegar hann lenti á bifreið sem var ekið í sömu átt og síðar veg fyrir hann. Ökumaður vélhólsins var síðar úrskurðaður látinn þegar komið var á sjúkrahús Reykjavíkur.
Frá þessu er greint á vef Brunavarna Suðurnesja.
Fyrsta óhappið varð með þeim hætti að vélhjólamaður féll í götuna á Njarðarbraut rétt við Bykó/Ramma húsið. Ökumaður var fluttur á HSS og þaðan á Sjúkrahús Reykjavíkur.
Þá missti vélhjólamaður stjórn á hjólinu í hringtorginu við Faxabraut. Hann var einnig fluttur fyrst á HSS og þaðan á sjúkrahús til Reykjavíkur.
Nokkrum dögum síðar gerðist það sama á Mótorcrossbrautinni við Seltjörn, ökumaður þess hjóls var illa brotinn á legg við ökklann og var fluttur beint á sjúkrahús í Reykjavík.
Skömmu síðar var tilkynnt um vélhjólaslys á Fitjum n.t.t. utan vegar í grasbalanum við göngustíganna. Þegar að var komið hafði ökumaður yfirgefið hjólið og horfið af vettvangi og þurfti því sennilega ekki þjónustu og/eða aðhlynningu sjúkraflutningamanna BS.
Annan júní s.l. missti ökumaður vald á hjóli sínu á DUUS torgi, sá var fluttur á HSS þar sem gert var að sárum hans.
Síðasta óhapp þessarar hrinu var það alvarlegasta í þessari hrinu, en ökumaður vélhjólsins var á leið norður Garðsbraut þegar hann lenti á bifreið sem var ekið í sömu átt og síðar veg fyrir hann. Ökumaður vélhólsins var síðar úrskurðaður látinn þegar komið var á sjúkrahús Reykjavíkur.
Frá þessu er greint á vef Brunavarna Suðurnesja.