Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 7. janúar 2002 kl. 14:31

Sex útköll á dag að meðaltali það sem af er árinu

Það hefur verið í nógu að snúast hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja það sem af er þessu ári. Árið hófst með rólegheitum en síðan fór að færast fjör í leikinn ef svo má að orði komast. Fyrstu sex daga ársins hafa slökkviliðsmenn og sjúkraflutningsmenn farið í 36 útköll eða að meðaltali sex útköll á dag.Sjúkraflutningsmenn hafa farið í 30 útköll og þar af er um þriðjungur með forgangi. Óvenju mörg slys urðu í vikunni. Þrjú umferðarslys urðu þar sem sjúkrabíll var kallaður til. Þá var maður fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp á heimili í Njarðvík. Maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa misst fingur þegar hurð skelltist á hann í Sandgerði. Áður hafði verið sagt frá þessum sjúkraflutningi hér en þá sagt að maðurinn hafi verið slasaður eftir átök. Það var ekki rétt og leiðréttist hér með.
Maður brenndist illa á hendi og í andliti við að tendra í arni. Aðrir flutningar voru vegna minniháttar veikinda.

Það sem af er árinu hafa borist fimm brunaútköll til Brunavarna Suðurnesja og þar af var um staðfestan eld að ræða í fjórum tilvikum. Eldur var í rusli við Bolabót í Njarðvík, í bifreið við fiskhjalla í Garði. Þá varð einnig tilkynnt um eld í barnaherbergi í Innri Njarðvík þar sem eldur kom upp í tölvubúnaði. Að sögn slökkviliðs var um minniháttar tjón að ræða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024