Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex tonna steypuplata féll á mann
Miðvikudagur 3. maí 2006 kl. 01:05

Sex tonna steypuplata féll á mann

Starfsmaður Ístaks á Keflavíkurflugvelli varð í gær undir um sex tonna steypuplötu. Manninn sakaði lítið sem ekkert. www.visir.is greinir frá.

Slysið átti sér stað um klukkan fjögur í gær og verið var að setja gólf í eitt flugskýlið þegar steypuplatan hrundi ofan á manninn og brotnaði. Í fyrstu var talið að um mjög alvarlegt vinnuslys væri að ræða og var maðurinn fluttur í skyndi til Reykjavíkur.

Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er hreint með ólíkindum hve vel maðurinn slapp en hann hefur verið sendur heim með smávægilegt mar og skrámur. Læknirinn telur að sögn vísis.is að þarna hafi verið á ferðinni hreint og klárt kraftaverk því röð sérkennilegra atburða hafi orðið til þess að manninn sakaði lítið sem ekkert.

www.visir.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024