Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Sex tonn af rusli hreinsuð í átaki Bláa hersins
    Sunddeild UMFG tilbúið að hreinsa svæðið við Brimketil.
  • Sex tonn af rusli hreinsuð í átaki Bláa hersins
    Íþróttafélagið Þróttur hreinsar við höfnina í Vogum.
Fimmtudagur 7. september 2017 kl. 06:00

Sex tonn af rusli hreinsuð í átaki Bláa hersins

Tæplega sex tonn af rusli hafa verið hreinsuð síðustu mánuði í strandhreinsunarátaki Bláa hersins. Nettó og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum styrktu átakið og Blái herinn sá um að skipuleggja eitt verkefni í hverju sveitarfélagi í samstarfi við íþróttafélög og félagasamtök. Verkefnin urðu sex talsins.

Tæplega 200 manns komu að þessum verkefnum og unnið var í þrjár til fjórar klukkustundir á hverjum hreinsunarstað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Svæðið við Brimketil í Grindavík var hreinsað af sunddeild UMFG ásamt velunnurum deildarinnar en það var gert áður en nýr göngustígur svæðisins var vígður í vor. Fjaran við Garðskaga var hreinsuð af knattspyrnustúlkum frá Reyni, Víði og Keflavík og foreldrum þeirra fyrir Sólseturshátíðina. Þá var fjaran við Kirkjubólsvöll í Sandgerði hreinsuð af Golfklúbbi Sandgerðis, en klúbburinn hreinsaði einnig svæðið við höfnina í Sandgerði. Við höfnina í Vogum voru grjótgarðar hreinsaðir af íþróttafélaginu Þrótti og velunnurum. Íþróttafélag Keflavíkur fer á hverju ári af stað með hreinsunarverkefni en þá hreinsa allar deildir sitt nærumhverfi í kringum sínar æfingaaðstöður.

Tómas J. Knútsson fer fyrir Bláa hernum og þakkar öllum þeim sem að þessum verkefnum komu.


Knattspyrnustelpur úr RVK mættar á Garðskaga til að hreinsa.