Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex Suðurnesjaþingmenn samkvæmt könnun Gallup
Hér má sjá þá frambjóðendur sem eru inni samkvæmt könnun Capacent Gallup. Mynd/Skjáskot-Rúv
Fimmtudagur 18. apríl 2013 kl. 23:17

Sex Suðurnesjaþingmenn samkvæmt könnun Gallup

- Páll Valur nær þingsæti í nýjustu könnun Gallup

Samkvæmt nýjustu könnun Capacent Gallup þá munu Suðurnesjamenn eignast sex nýja þingmenn..

Samkvæmt nýjustu könnun Capacent Gallup þá munu Suðurnesjamenn eignast sex nýja þingmenn í komandi Alþingiskosningum. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá þrjá þingmenn hver og Samfylking tvo. Vinstri Grænir og Björt framtíð ná inn einum manni á þing. Rúv greinir frá þessu.

Samkvæmt þessari könnun þá eru þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ásmundur Friðriksson fulltrúar Suðurnesja úr Sjálfstæðisflokknum, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Páll Jóhann Pálsson úr Framsókn, Oddný Harðardóttir úr Samfylkingunni og Páll Valur Björnsson úr Bjartri framtíð. Þetta þýðir að Suðurnesin fá 6 þingmenn af 10.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Átta dagar eru til kosninga og ljóst að mikið getur breyst þegar talið verður upp úr kjörkössum. Það bendir hins vegar allt til þess að Suðurnesjamenn eignist nokkuð sterka sveit þingmanna á komandi kjörtímabili.


Grindvíkingurinn Páll Valur Björnsson er á leiðinni á þing samkvæmt könnun Gallup.


Ragnheiður Elín leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.


Oddný Harðardóttir leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi. Hún var um tíma efnhags- og fjármálaráðherra   á liðnu kjörtímabili.


Silja Dögg Gunnarsdóttir mun ásamt Páli Jóhanni Pálssyni komast á þing samkvæmt könnun Gallup.