Brons
Brons

Fréttir

Sex Suðurnesjamenn í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum
Þriðjudagur 16. ágúst 2016 kl. 11:24

Sex Suðurnesjamenn í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum

Prófkjör Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi fer fram laugardaginn 10. september og bjóða 11 sig fram, þar af 6 Suðurnesjamenn. Í síðustu alþingiskosningum, árið 2013, fékk flokkurinn fjóra þingmenn kjörna í Suðurkjördæmi.

Eftirtaldir Suðurnesjamenn bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi:

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Ásmundur Friðriksson, Garði

Bryndís Einarsdóttir, Garði

Ísak Ernir Kristinsson, Reykjanesbæ

Kristján Óli Níels Sigmundsson, Reykjanesbæ

Ragnheiður Elín Árnadóttir, Reykjanesbæ

Vilhjálmur Árnason, Grindavík

 

Aðrir frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi eru:

Árni Johnsen

Brynjólfur Magnússon

Oddgeir Ágúst Ottesen

Páll Magnússon

Unnur Brá Konráðsdóttir