Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex Suðurnesjamenn í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum
Þriðjudagur 16. ágúst 2016 kl. 11:24

Sex Suðurnesjamenn í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum

Prófkjör Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi fer fram laugardaginn 10. september og bjóða 11 sig fram, þar af 6 Suðurnesjamenn. Í síðustu alþingiskosningum, árið 2013, fékk flokkurinn fjóra þingmenn kjörna í Suðurkjördæmi.

Eftirtaldir Suðurnesjamenn bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ásmundur Friðriksson, Garði

Bryndís Einarsdóttir, Garði

Ísak Ernir Kristinsson, Reykjanesbæ

Kristján Óli Níels Sigmundsson, Reykjanesbæ

Ragnheiður Elín Árnadóttir, Reykjanesbæ

Vilhjálmur Árnason, Grindavík

 

Aðrir frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi eru:

Árni Johnsen

Brynjólfur Magnússon

Oddgeir Ágúst Ottesen

Páll Magnússon

Unnur Brá Konráðsdóttir