Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex stórar þotur sjá um flutning á samheitalyfi Pharmaco til útlanda
Laugardagur 10. janúar 2004 kl. 11:31

Sex stórar þotur sjá um flutning á samheitalyfi Pharmaco til útlanda

Sex flutningaþotur af stærstu gerð verða notaðar til að flytja 300 milljónir taflna af nýju samheitalyfi Pharmaco, hjartalyfinu Ramipril, á markað í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku. Lyfin eru að verðmæti 2,6 milljarðar króna, en í framhaldinu verður lyfið sett á markað í fleiri löndum. Pharmaco er fyrsta fyrirtækið í heiminum til að markaðssetja þetta samheitalyf, en keppinautar félagsins hafa margir keppst við að verða fyrri til að koma lyfinu á markað, að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins í morgun.
Þegar hefur rússnesk risaþota, Antonov 124, verið hlaðin lyfjum. Núna er verið að hlaða Boeing 747 jumbó-þotu og í dag koma fleiri vélar. Flugvélarnar fara síðan frá Keflavíkurflugvelli í kvöld þar sem þoturnar mega ekki fara inn í lofthelgi ríkjanna sem taka við lyfjunum fyrr en eftir miðnætti.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024