Sex stiga hiti í morgun
Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðvestan 5-10 m/s, en vindur verður hægari suðaustan- og austanlands. Dálítil súld eða rigning með köflum vestantil, en skýjað með köflum og þurrt austantil. Hiti 3 til 9 stig að deginum. 7 stiga hiti var í Reykjavík í morgun, 8 stig í Bolungarvík, 5 stig á Akureyri og 4 á Egilsstöðum. Í Reykjanesbæ var um 6 stiga hiti í morgun kl. 09:00.