Sex sérsveitarlögreglumenn á Keflavíkurflugvöll
Framlag til embættis ríkislögreglustjóra hækkar um 103,5 milljónir króna á næsta ári og verður 1042 milljónir samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem lagt var fram í dag. Er fjárframlag vegna sérsveitar lögreglunnar þannig aukið um 111,5 milljónir króna en sérsveitarmönnum verður fjölgað um 9 hjá embætti ríkislögreglustjóra í Reykjavík og um 6 á Keflavíkurflugvelli, auk þess sem gert er ráð fyrir viðbótar vaktbíl.
Þá er veitt 14 milljóna króna tímabundið framlag til áframhaldandi kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir sérsveitina. Morgunblaðið greinir frá þessu.
Þá er veitt 14 milljóna króna tímabundið framlag til áframhaldandi kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir sérsveitina. Morgunblaðið greinir frá þessu.