Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex risaþotur í Keflavík til að flytja 2,6 milljarða kr. lyfjafarm
Laugardagur 10. janúar 2004 kl. 09:17

Sex risaþotur í Keflavík til að flytja 2,6 milljarða kr. lyfjafarm

Delta, dótturfyrirtæki Phamaco, vann í kapphlaupinu um að verða fyrst með nýtt samheitalyf á markað en á mánudag rennur einkaleyfi á hjartalyfinu Ramace út. Þetta er umfangsmesta verkefni samstæðunnar til þessa en alls verða sendar út um 300 miljón töflur að verðmæti 2,6 miljarðar króna. Til verksins verða notaðar sex risaþotur af stærstu gerð og eru þær fyrstu þegar komnar á Keflavíkurflugvöll. Þangað er sendingin einnig komin en lyfin fylla vörugeymslur Vallarvina á Keflavíkurflugvelli. Hafist verður handa við að lesta vélarnar með morgninum.

Um 300 miljón töflur af nýju hjartalyfi frá Delta verða flutt héðan á Evrópumarkað um helgina þegar einkaleyfi á frumlyfinu fellur úr gildi. Delta verður fyrst með lyfið á markað.  Delta dótturfyrirtæki Phamaco vann í kapphlaupinu um að verða fyrst með nýtt samheitalyf á markað en á mánudag rennur einkaleyfi á hjartalyfinu Ramace út. Þetta er umfangsmesta verkefni samstæðunnar til þessa en alls verða sendar úr um 300 miljón töflur að verðmæti 2.6 miljarðar króna. Þegar hafa samningar verið gerðir við 20 fyrirtæki í Þýskalandi, Bretlandi og Danmörku.

Lyfið var þróað og framleitt af Delta dótturfélagi Pharmaco og hófst þróunarvinnan fyrir fjórum árum. Það kemur í stað hjartalyfsins Ramace sem bundið hefur verið einkaleyfi en það fellur úr gildi á mánudag. Ramipril er hjartalyf sem notað er við of háum blóðþrýstingi, hjartabilun og til meðferðar eftir bráða kransæðastíflu.  Framleiðsla á lyfinu hófst í byrjun október og unnið hefur verið allan sólarhringinn til að allt verði til reiðu þegar útflutningur hefst.

 

Myndin: Fyrsta risaþotan, Antonov 124, kom til Keflavíkurflugvallar seint í gærkvöldi og í kjölfar hennar kom önnur vél sömu tegundar. Það er í fyrsta skipti sem tvær vélar þessarar gerðar eru saman á stæði við Leifsstöð. VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024