Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sex risastórir hundar fangaðir í Höfnum
Föstudagur 21. júní 2002 kl. 15:43

Sex risastórir hundar fangaðir í Höfnum

Sex stórir hundar af Great Dane-kyni voru handsamaðir í Höfnum nú eftir hádegið. Mikið hafði verið kvartað yfir hundunum og mun skiptiborð Neyðarlínunnar, sem svarar fyrir lögregluna, hafa verið „rauðglóandi“ um tíma í gær og í morgun. Hundarnir voru lokkaðir inn í skúr með mat. Það kom síðan í hlut lögreglunnar að fjarlægja hundana.Að sögn Karls Hermannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, byrjuðu kvartanir að berast vegna lausagöngu hundanna í Höfnum um miðjan maímánuð. Hundaeftirlitsmaður hefur unnið í málinu með lögreglu, en erfitt hefur reynst að hafa hendur í hári þeirra. Það tókst loks í dag og eru hundarnir sex, sem eru tík og afkvæmi hans, nú í vörslu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Það er Heilbrigðiseftirlitsins að ákveða framhald málsins, en að sögn lögreglu eru hundarnir sex óskráðir. Eigandi þeirra er búsettur í Reykjavík en hundarnir hafa verið lausir við gamalt íbúðarhús rétt fyrir utan byggðina í Höfnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024