Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex ökumenn í vímu og einn með efni
Föstudagur 10. maí 2013 kl. 13:17

Sex ökumenn í vímu og einn með efni

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær sex ökumenn sem allir óku undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða fimm karlmenn og eina konu. Sýnatökur staðfestu að allir ökumennirnir höfðu neytt kannabis og flestir einnig amfetamíns. Til viðbótar við þessi efni hafði einn þeirra neytt metamfetamíns og kókaíns og annar ópíumskylds efnis. Einn ökumannanna var að auki með fjóra poka með kannabisefnum í undir bílstjórasæti bifreiðarinnar sem hann ók og fann lögregla efnin við leit.

Í framhaldi af þessu fór lögregla í húsleit á dvalarstað  umrædds ökumanns og fann þar amfetamín, sem geymt var í frysti í eldhúsinu. Þá voru haldlagðar fartölvur, sem grunur leikur á að séu þýfi, auk umbúða utan af tölvunum.

Flestir ofangreindra ökumanna hafa komið við sögu hjá lögreglu áður, meðal annars vegna fíkniefnamála.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024