Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex ökumenn á dag teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni
Þriðjudagur 26. júlí 2005 kl. 14:10

Sex ökumenn á dag teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni

Að meðaltali hafa sex ökumenn verið teknir á dag fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni. Það sem af er árinu hafa 1212 ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á brautinni.

Minna er orðið um að ökuníðingar séu sviptir réttindum á staðnum en áður var. Áður var það yfirleitt gert færu menn meira en 50 kílómetra yfir hámarkshraða.

Karl Hermannsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Keflavík sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins, að lögregluembættin hefðu fengið árið 1998 bréf frá ríkissaksóknara um að svipta menn ekki ökuréttindum á staðnum fyrir hraðakstur nema í algjörum undantekningatilvikum og er það nú viðmiðunarreglan alls staðar. Hæsta sekt samkvæmt sektarreglugerðum er 70.000 kr. og svipting ökuleyfis í þrjá mánuði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024