Mánudagur 10. apríl 2006 kl. 19:56
Sex og átta ára guttar á fjórhjóli í Vogum
Tveir drengir, 6 og 8 ára, lentu í klóm lögreglunnar í dag en þeir höfðu verið á litlu fjórhjóli á lóð Stóru-Vogaskóla og voru för eftir hjólið á grasbletti við skólann.
Faðir drengjanna sem er eigandi hjólsins hafði leyft þeim að vera á hjólinu á lóðinni við heimili þeirra.