Sex milljón króna styrkir til körfuknattleiks- og knattspyrnudeilda
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 24. maí sl. að veita styrki til aðalstjórnar Keflavíkur að fjárhæð kr. 6.000.000,- sem skiptist jafnt á milli körfuknattleiksdeildar Keflavíkur að fjárhæð kr. 3.000.000,- og knattspyrnudeildar Keflavíkur að fjárhæð kr. 3.000.000,- og styrk til aðalstjórnar UMFN að fjárhæð kr. 6.000.000,- sem skiptist jafnt á milli körfuknattleiksdeildar UMFN að fjárhæð kr. 3.000.000,- og knattspyrnudeildar UMFN að fjárhæð kr. 3.000.000,-.