Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex metra há kona í Garðinn
Miðvikudagur 14. nóvember 2007 kl. 12:11

Sex metra há kona í Garðinn

Bæjarstjórn Garðs hefur mælt með tillögu nefndar um 100 ára afmæli sveitarfélagsins Garðs að sett verði upp útilistaverk sem sýnir sex metra háa konu við innkomuna í sveitarfélagið. Listaverkið heitir Skynjun og er eftir listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur.

Verkið sýnir ofurháa konu eða sex metra háa, samsetta úr mörgum konum og höfundur telur að það gæti verið táknrænt fyrir allar þær konur sem um aldir hafa horft til hafs og beðið heimkomu eiginmanna og sona úr greipum hafsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024