Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex menn ákærðir í mansalsmáli
Miðvikudagur 30. desember 2009 kl. 12:53

Sex menn ákærðir í mansalsmáli

Sex karlmenn, fimm Litháar og einn Íslendingur, hafa verið ákærðir fyrir að selja mansali nítján ára stúlku, sem kom til landsins um miðjan október. Brotin varða allt að átta ára fangelsi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft málið til rannsóknar. Mennirnir eru enn til rannsóknar vegna gruns um fjölda annarra brota, og skipulagða glæpastarfsemi, en ákæran nú varðar eingöngu mansal.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Litháarnir fimm eru allir í kringum þrítugt. Þeir hafa verið í haldi síðan um miðjan október, þegar nítján ára stúlka kom frá Litháen til Íslands og grunur vaknaði um að hana ætti að selja í vændi. Í morgun fór saksóknari fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim, og nú fyrir hádegi var búið að úrskurða þrjá þeirra í varðhald til 26. janúar.

Þetta kemur fram í fréttum Ríkisútvarpsins.