Sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 25 ára gamlan karlmann í 6 mánaða fangelsi vegna líkamsárásar á skemmtistaðnum Primo í Reykjanesbæ í september síðastliðnum. Hinn ákærði rauf skilorðsbundin dóm frá því í júlí 2007 og með hliðsjón af sakaferli hans þótti dómara ekki fært að skilorðsbinda dóminn.
Brotaþoli hlaut heilahristing við árásina, sár á hnakka sem sauma þurfti 17 sporum og bólgu á hægri kinn