Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 2. apríl 2003 kl. 13:20

Sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Rúmlegar tvítugur karlmaður úr Keflavík var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa lamið mann á skemmtistaðnum H-38 með bjórglasi í höfuðið í apríl í fyrra. Maðurinn hlaut mörg skurðsár á höfði og gapandi sár á enni, auk tímabundinna sjóntruflana. Áærði var dæmdur í 6 mánaða óskilorðsbundið fangelsi, en hann hafði áður hlotið skilorðsbundna dóma og var refsingin óskilorðsbundin vegna þess. Maðurinn var dæmdur til að greiða manninum rúmar 150 þúsund krónur í skaðabætur, auk þess sem hann var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað að upphæð 140 þúsund krónur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024