Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex lögbrjótar teknir í gær og í nótt
Fimmtudagur 17. maí 2007 kl. 11:26

Sex lögbrjótar teknir í gær og í nótt

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir umferðarlagabrot í gær. Annar fyrir að aka móti einstefnumerki og hinn fyrir að aka á 117 km hraða á Grindavíkurvegi. 

Þá varð umferðaróhapp á Reykjanesi en þar fór vörubifreið með farm á hliðina þar sem verið var að sturta farmi.  Engin slys urðu á fólki en einhverjar skemmdir urðu á vörubifreiðinni.

Í gærkvöldi og í nótt voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum og einn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Annars var næturvaktin með rólegra móti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024