Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Sex handteknir vegna fjórhjólaþjófnaðar
Miðvikudagur 25. febrúar 2009 kl. 12:56

Sex handteknir vegna fjórhjólaþjófnaðar



Alls haf sex einstaklingar verið handteknir í tengslum við þjófnaðarmál þar sem fimm fjórhjólum var stolið úr bækistöðvum fyrirtækisins ATV4x4 í Grindavík. Þrjú hjólanna komu fljótlega í leitirnar og hin tvö skömmu síðar. Fimm þessara einstaklinga voru handteknir í gærkvöldi, samkvæmt því sem mbl.is greinir frá í morgun.

Hvert hjól kostar rúmlega tvær milljónir króna. Fyrri hjólin fundust í flutningabifreið, sem tekin hafði verið á leigu til verknaðarins. Einn maður var handtekinn í kjölfarið. Hinum fjórhjólunum hafði verið komið fyrir í geymslu í Breiðholti og voru hinir fimm handteknir í gær, sem fyrr segir.

Auk fjórhjólanna var fylgihlutum fjórhjólanna stolið, svo sem hjálmum, göllum, skóm og vettlingum. Hluti búnaðarins hefur komið í leitirnar.

www.mbl.is

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25