Sex handteknir með eiturlyf
Sex manns voru handteknir í gærkvöldi eftir að nokkuð magn eiturlyfja fannst í heimahúsi í Keflavík.
Magnið sem um ræðir er um 40gr af amfetamíni og 10gr af hassi, en lögregla hafði rökstuddan grun um fíkniefnamisferli á staðnum. Sexmenningunum var sleppt eftir yfirheyrslur og telst málið upplýst.
Mynd úr safni