Sex handfærarúllum stolið úr bát
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning þess efnis að handfærarúllum hefði verið stolið út bát sem liggur í Njarðvíkurhöfn. Um er að ræða sex handfærarúllur. Þær voru læstar og er númeralás notaður til að opna þær. Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu klippt á rafmagnssnúrur og fjarlægt rúllurnar.
Lögreglan rannsakar málið.