Sex framboðslistar í Grindavík
Alls verða sex framboðslistar í Grindavík fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 26. maí nk. Rödd unga fólksins og Miðflokkurinn eru ný framboð í Grindavík en í síðustu bæjarstjórnarkosningum, árið 2014 buðu fimm flokkar sig fram.
Framboðin sex, sem skiluðu inn listum fyrir lok framboðsfrests s.l. laugardag eru:
B Framsóknarflokkurinn
D Sjálfstæðisflokkurinn
G Listi Grindvíkinga
M Miðflokkurinn
S Samfylkingin
U Rödd unga fólksins