Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sex fengu viðurkenningu á degi fjölskyldunnar
Miðvikudagur 27. febrúar 2013 kl. 07:00

Sex fengu viðurkenningu á degi fjölskyldunnar

Sex fyrirtæki eða stofnanir fengu viðurkenningu sem fjölskylduvænir atvinnurekendur á degi fjölskyldunnar í Reykjanesbæ sem haldinn var í fjórtánda sinn sl. laugardag.

Það er Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar sem stendur fyrir þessum degi, sem er m.a. ætlað að vekja athygli á jafnvægi fjölskyldu- og athafnalífs.  


Árni Sigfússon, bæjarstjóri minnti á í ávarpi sínu að fjölskyldan væri hornsteinn hvers samfélags. Jóhann Geirdal, skólastjóri í Holtaskóla, fór yfir velgengni grunnskólanna í Reykjanesbæ á síðustu árum, sem hann þakkaði ekki hvað síst samvinnu við fjölskyldur barnanna. Ungur grunnskólanemi sagði frá mikilvægi þess að eiga góða fjölskyldu, ekki síst á mótunarárunum. Unglingar úr Heiðarskóla sýndu atriði úr söngleik sem frumsýndur verður á árshátíð skólans. Að lokum voru veittar viðurkenningar til sex fyrirtækja eða stofnana, eftir tilnefningar frá starfsmönnum þeirra, sem sýndu fram á að þau tækju tillit til fjölskyldunnar í skipulagi starfseminnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hugað er að öllu við skipulag svona uppákomu, svo fjöskyldan geti öll tekið þátt. Því var boðið uppá baranpössun og var stór barnaskari við leik undir eftirliti starfsmanna barnaverndar. Um 100 manns tóku þátt í deginum.

Eftirtalin fyrirtæki hlutu viðurkenningu sem fjölskylduvænt fyrirtæki og/eða stofnun:
Fríhöfnin
Isavia
Heiðarskóli
Lögfræðistofa Suðurnesja
Heilsuleikskólinn Háaleiti
Kosmos & Kaos

Alls hafa nú 31 fyrirtæki og/eða stofnanir hlotið þessa viðurkenningu.


Fulltrúar fyrirtækja/stofnana sem fengu viðurkenningu Reykjanesbæjar.

Jóhann Geirdal, skólastjóri í Holtaskóla, fór yfir velgengni grunnskólanna í Reykjanesbæ á síðustu árum, sem hann þakkaði ekki hvað síst samvinnu við fjölskyldur barnanna.