Sex erlend bönd til viðbótar sem spila á ATP
Kurt Vile & The Violators, Swans, Fuck Buttons, The Haxan Cloak, Forest Swords og Eaux.
Sex erlendum hljómsveitum hefur verið bætt við dagskrá ATP-hátíðarinnar sem fram fer á Ásbrú 10.-12. júlí en það eru hljómsveitirnar Kurt Vile & The Violators, Swans, Fuck Buttons, The Haxan Cloak, Forest Swords og Eaux.
Kurt Vile & The Violators og Swans verða á meðal þeirra sem koma fram fimmtudaginn 10. júlí. Fuck Buttons og The Haxan Cloak koma fram föstudaginn 11. júlí ásamt Portishead sem tilkynnt var að kæmi fram á hátíðinni í síðustu viku. Forest Swords og Eaux munu spila á lokadegi hátíðarinnar laugardaginn 12. júlí ásamt hljómsveitinni Interpol sem einnig var tilkynnt í síðustu viku.
Áður var einnig búið að tilkynna hljómsveitirnar Mammút, For a Minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar á hátíðina. Enn á eftir að tilkynna fleiri hljómsveitir sem spila á ATP í sumar á næstu vikum.